Collection: Aðventudagatal Vivid Wool 2023

Hóhóhó! Aðventudagatal Vivid Wool verður með breyttu sniði í ár. Dagatalið mun innihalda fjóra pakka, einn pakka fyrir hvern sunnudag í aðventu. Í hverjum pakka verður ein hespa og lítill glaðningur. 

Ég ætla að bjóða upp á þrjár tegundir af aðventudagatalinu, nú þarft þú bara að velja:

Nr. 1: Þetta poppaða, er fyrir þá sem vilja láta koma sér á óvart. Í þessu aðventudagatali verða fjórar mismunandi garntegundir í mismunandi litum. Allt er óvænt. Samtals 1320 metrar og 350 grömm af garni. 

Nr. 2: Þetta hefðbundna, Í þessum pakka verða fjórar hespur að fingering 4 ply garni 100 gr 400 m. Samtals 1600 metrar og 400 grömm af garni. Engin hespa er eins á litin en tóna saman tvær og tvær. 100% superwash merino ull

Nr. 3: Þetta blandaða, Í þessum pakka verða tvær tegundir af garni, tvær sokkagarnshespur 100 gr 300 metrar og tvær einspinnur 100 gr 366 metrar. Samtals 1332 metrar og 400 grömm af garni. Engin hespa eins á litin, en einspinnugarnið mun tóna saman og sokkagarnið  mun hafa eina einlita og eina marglitaða hespu.

Sokkagarnið 80% superwash merino ull 20% nylon. Einspinnan 100% merino superwash ull 

Dagatölin verða send eftir 15. nóvember.