Vörðuklettur Kitt

Vörðuklettur er sjal eftir Döggu í Litlu prjónabúðinni. Sjalið var valið af notendum facebook hópsins Svöl Sjöl til að prjóna í samprjóninu sem stjórnendur hópsins standa fyrir og byrjar 13. september. Uppskriftin af sjalinu er að finna hér  Uppskriftina þarf að kaupa og í tilefni þess að sjalið var valið í samprjónið ætlar Dagga að bjóða 20% afslátt af uppskriftinni. 

Sjalið er einstaklega fallegt og einfalt. Í það eru notaðir tveir litir. Ég setti saman nokkur kit fyrir sjalið. Kittin eru mjög mismunandi og ekki öll úr sama grunninum. En öll samai grófleiki sem hentar í sjalið. Þú getur valið um Tweed, Twist, Singles og Silki singles.