WEST KNITS MKAL 2021 KITT

Það þarf nú varla að kynna meistara Stephen West til leiks. Á hverju ári þegar hann á afmæli (21. okt) þá er hann með leyniprjón. Þetta er í tólfta skiptið sem hann er með leyniprjón. 
Í tilefni þess hef ég sett saman í nokkur kitt. Garnið er dásamleg hrein merino ull sem er ekki superwash. Þessi hreina merino ull gefur smá rustic áferð og svo mjúk. Margir fallegir og nýjir litir sem verða ekki endurteknir. 
Hægt er að lesa allt um leyniprjónið hér og kaupa uppskriftina. En fyrsta vísbending kemur föstudaginn 8. oktober.