One skein wonder klúbburinn

Ef þér finnst gaman að láta koma þér á óvart þá skaltu skrá þig í One skein wonder garn klúbbinn hjá Vivid Wool.

Allt er óvænt! Garnið, grunnurinn, litirnir og grófleikinn. 

Áskrift af One skein Wonder klúbbnum er til þriggja mánaða. Þú færð eina hespu í hverjum mánuði þessa þrjá mánuði. Það fylgir lítil og skemmtileg gjöf með hverri hespu.

Svona virkar þetta: Þú borgar eitt verð 16990 kr við skráningu og sendingarkostnaður er innifalinn. Fyrsta hespan kemur í mars, önnur í apríl og sú þriðja í maí.